logo-for-printing

18. febrúar 2005

Seðlabanki Íslands hækkar vexti (greinargerð til ríkisstjórnar og vaxtahækkun)

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og með 22. febrúar n.k., þ.e. úr 8,25% í 8,75%. Aðrir vextir bankans hækka um 0,5 prósentur frá 21. febrúar.

Í dag sendi Seðlabankinn greinargerð til ríkisstjórnarinnar í tilefni af því að nú í febrúar fór verðbólga út fyrir þolmörk eins og þau eru skilgreind í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans frá mars 2001. Í greinargerðinni, sem birt er á heimasíðu bankans í dag, eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar um að hækka stýrivexti nú.

Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk

Nr. 5/2005

18. febrúar 2005

Til baka